Er hálfum metri minni ;)

Á menningarnótt/dag var ég heima að gera mig og krakkana klára í bæinn þegar ég ákvað að kíka aðeins í tölvuna og sé svolítið mjög spennandi :) mjög skömmustuleg á svip hripa ég niður nokkur orð um mig og með miklum trega ýti ég á enter.

Þetta er eithvað sem ég mun ALDREI sjá eftir að hafa gert, næsta sem ég veit er að ég fæ póst þar sem mér var sagt að ég hefði verið valin :) ég var ekki einu sinni búin að segja manninum mínum frá þessu. Eftir harða baráttu í Like keppni kvenna sem allar vildu fá tækifæri á að breyta um lífsstíl vorum við 5 sem náðum þeim flestum :) ég var stödd á YoYo ís búin að gúffa í mig helling þegar Marta María hringdi í mig og maginn á mér snérist við og mikill kvíði tók við.

Það er ekkert grín að taka sjálfan sig í gegn og þurfa virkilega að horfast í augu við það að vera í ofsa lélegu líkalmlegu formi og hvað þá að land og þjóð geti fylgst með líka. Ég er búin að öðlast svo mikið sjálfstraust á þessum 12 vikum og þá er ég ekki að tala um þannig að mér fynnist ég vera orðin svakalegur kroppur því að eftir að hafa þyngst MIKIÐ allar 3 meðgöngurnar og slitnað í tætlur plús einn keisari þá er maginn á mér í drasli, mjúkur og krumpaður en orðin pínu harðari innan undir núna hehe Þá held ég að orðið sem ég leita eftir sé kannski ekki bara sjálfstraust heldur líka sjálfsvirðing. Ég virði örin, fellingarnar, slitin og appelsínuhúðina því líkamin minn hefur gengið í gegnum ýmislegt og afhverju ætti ég ekki að ganga um stolt :)

Ég á ofsa mikið góðann mann, 3 yndisleg börn sem elska mig sama hvað, afhverju ætti ég ekki að elska mig líka og þegar maður gerir sitt besta í því sem maður tekur sé fyrir hendur þá verður maður sjálfkrafa mun hamingjusamari.

Mér gekk ofsalega vel strax í Stjörnuþjálfun kílóin hrundu, fór að fynna fyrir vöðvum og er farin að hlaupa aðeins, ekki mitt uppáhalds en veit að ég get það núna. Ég sé munin á mér og fólk sér munin og á blaði er munurinn alveg svakalegur :)

Samtals frá upphafi er ég búin að missa 15 kíló, fituprósentan hefur lækkað um 11% og 48cm farnir HVERSU GEÐVEIKT ER ÞAÐ næstum því hálfur meter farinn hahaha elsketta ;)

Afþví að ég er svo glöð með þetta og hef ekkert til að skammast mín fyrir þá ætla ég bara að skella inn öllum tölum frá byrjun so here it is: vika 1/ vika 4/ vika 8 / vika 12 :)

Þyngd : 86,7 / 81,4 / 76,6 / 71,7   Fituprósenta:32,1%/ 28,2%/25,1%/21,5%  Ummál Nafli:102cm/ 92cm/88cm/82cm Mjaðmir 112cm/105cm/103cm/95cm:  Læri:59cm/57cm/55,5cm/52cm Upphandleggur: 32cm/30,5cm/29cm/28cm

Sko mig þetta gat ég :) 

Ekki skemmdi svo fyrir þegar við stelpurnar fengum make over hjá Baldri á Kompaníinu eftir smá pælingu hjá þessum snilling reif hann upp rakvélina með mínu samþykki að sjálfsögðu og rakaði mest allt hárið af mér og skildi eftir töffarann sem ég var einu sinni og fagnaði mjög að fá aftur.

Ég ætla að halda áfram :) er búin að kaupa mér áskrift í Hreyfingu og ætla líka að skrá mig á annað Stjörnuþjálfunar námskeið í Janúar hjá henni Önnu Eiríks :) ég elska Önnu án hennar hefði ég ekki náð svona miklum árangri og betri kennara hef ég aldrei kynnst :) Takk fyrir mig Anna.

Marta María þú ert algjör engill, engill í fallegum fötum hehe takk fyrir að vera til og hafa valið mig í þetta ferðalag og eins og við stelpurnar vorum að tala um þá hljómar þetta mega væmið en þú hefur bjargað okkur öllum :) Love u honey og takk fyrir mig.

Uss uss míns er að verða meir, trúi ekki að þetta sé búið ég er strax farin að sakna þessa að hitta stelpurnar mínar og hvað?? á ég bara að fara borða heima hjá mér á fimmtudögum :)

Ég ætlaði að máta brúðarkjólinn minn þegar þessu myndi ljúka og athuga hvort að ég passi ekki alveg örugglega í hann en hann er búin að vera inní skáp heima hjá tengdó í rúm 6 ár en nú er hans tími komin hehe ég pósta mynd þegar ég læt verða að því að sækja hann. En verðmiðin hefur verið rifinn úr kápunni sem keypt var í Zara fyrir 5 árum og fór ég í henni út að borða á föstudaginn :) fílaði mig í tætlur.

Takk fyrir að hafa lesið bloggið mitt á meðan þessu stóð það hefur verið gaman að fá comment hér og kannski hef ég hjálpað eithverjum að byrja :) Aldrei að vita hvort ég haldi áfram þessu ef ég hef eithvað spennó að segja og eithver nennir að lesa :)

bless í bili kv

MRS THIN aka Dagmar

xxx 


Líkaminn er glaður :)

Núna er vika eftir í stjörnuþjálfuninni og er ég orðin mjög spennt að taka við stjórninni Ég GET ÞETTA, ÉG HEF VALIÐ :) núna er bara að velja rétt :)

Á Fimmtudaginn bauð Bláa Lónið okkur í dekur og vááááá það var meira en ég hefði getað ýmindað mér, aðstaðan, umhverfið og þjónustan allt fyrsta flokks. Þegar við komum var okkur vísað i Betri stofuna þar sem við fengum stóran einkabúningsklefa, ég skellti mér í sturtu, fór í sundbolinn, sloppinn og inniskóna sem okkur var lánað og svo lá leiðin niður og þar biðu okkar þvílíkar veitingar sushi, ostar, súkkulaði, hvítvín og gleðin leyndi sér ekki á andlitunum á okkur hehe

Snyrtifræðingur hjá Blue Lagoon spa húðgreindi okkur og eftir það lá leiðin út í lón þar sem nuddarar biðu okkar, ég hef farið í nudd áður en aldrei í neitt líkt þessu. Það var byrjað á að kísilskrúbba allan líkamann á bekk svo var ég dregin ofaní og nuddið byrjaði, þetta er eins og að vera nuddaður á meðan maður liggir á skýi í paradís :) DÝRÐLEGT.

Eftir nuddið svifum við inn aftur þar sem við gæddum okkur á kræsingunum, það er alveg hrykalega góð tilfinning að sitja afslöppuð með góðum félagsskap við arineld í slopp að ræða daginn og veginn :)

Inni í Betri Stofunni er lón sem við fórum ofaní okkur var síðan gefin andlitsskrúbb og maski sem við settum á okkur, andlitið á mér hefur sjaldan verið jafn slétt og fínt.

Eftir 4 tíma dvöl í paradís þegar við skvísurnar vorum búnar að baða okkur aftur og nýta okkur body lotion og andlitskrem frá Blue Lagoon sem eru inní klefanum, sáttar á líkama og sál :) þá vorum við leystar út með fullan poka af Blue Lagoon vörum jeiiii jólin komu snemma í ár og ef þið eruð ekki nú þegar búnar eða búnir að prófa þá mæli ég með þessum vörum alveg frábærar.

Ég ætla að potþétt ekki að láta líða langan tíma þar til ég fer aftur í Bláa Lónið hver er memm ??

Kv Hin ofur hamingjusama aka Dagmar 

xx


Hristist minna :)

Bíddu bíddu hvað er þetta harða undir fitunni ?? á þetta að vera svona ?? ég sem var farin að halda að það væri bara mjög eðlilegt að hristast vel og lengi eftir eitt stk hopp ;) hahahahaha Ég á langt í land en ég er farin að sjá línur allsstaðar ekkert smá gaman meira að segja á höndunum sem ég er búin að fela svo lengi í síðerma bolum og lærin eru mun betri að horfa á enda leynir gleðin sér ekki á bóndanum :)

Ég er búin að vera svo meðvituð um fitu sem hefur ekki alltaf verið svo mikil en ALLTAF verið hrædd um að ganga í fötum sem mér hefur fundist falleg t.d eru ekki nema ca 2 ár síðan ég fór að ganga í leggings, ég fór frekar í t.d ef ég var að fara eithvað fínt í kjól, síðerma gollu utan yfir að sjálfsögðu og buxur undir af því að ég gat ekki fengið mig til að "bera" mig fyrir öllum :( Mamma og systir mín reyndu sitt besta til að fá mig "úr" en það var hausinn sem þurfti að laga og með líkamsrækt, réttu mataræði og stuðning frá ÖLLUM í kringum mig er ég öll að koma til.

Ég er að rifja upp hversu miklu skemmtilegri öll unglingsárin hefðu verið ef ég hefði ekki verið með svona ranga mynd af sjálfri mér ég fór aldrei í sund með vinum mínum því ekki fór ég í sundbol, ég hugsaði.... er rosa asnalegt ef ég verð bara í víðum bol utan yfir sundbolin :( já það er asnalegt, Fattar það eithver ef ég fer í nylon sokkabuxur innan undir sundbolinn svo að appelsínuhúðin sjáist ekki :( já krakkrnir munu fatta :( VÁ STELPA HÆTTESSU OG DRULLASTU Í SUND er það sem kollurinn hefði átt að segja. Ef það er eithver að lesa og er í sömu sporum og ég var og dett stundum enþá í þá segi ég ekki láta ýmind ykkar á líkama ykkar hefta ykkur það er hundleiðinlegt og alls ekki fara út í eithverjar öfgar til að ná markmiðum ykkar.

Mín uppskrift að mun skemmtilegra lífi er að læra að borða rétt og líkamsækt. Þessar vikur sem ég er búin að vera í þessari LÍFSTÍLSBREYTINGU (já ég sagði það og skal sanna mig að það er það sem ég er að gera) hef ég lært svo margt um mig ég: er sterkari en ég hélt., ég hef mun meiri vilja til að vinna vinnuna sem þarf til að koma mér í gott form og mér fynnst þetta gaman. Ég er hamingjusamari og ég held ég sé betri í skapinu :) ég er meira að segja farin að mæta í stutterma í ræktina og ég er aðeins farin að leyfa bossanum að sjá heiminn en ekki alltaf vera í eithverju síðu yfir, hann er bara ágætur greyið hehe sko mig :) þetta kemur.

Ég hljóma eins og predikari en ég fílaða :) Mana alla að prófa þetta í 12 vikur og sjá hvað gerist.

En jaja verð að fara dreyma meira um hvernig ég ætla að sukka og djamma þann 3ja des

Góða nótt kv Dagmar

xxx 


Er fituminni :)

Nú eru 9 vikur búnar og mér hefur gengið alveg svakalega vel, tíminn er búinn að fljúga áfram og erum við stelpurnar allar farnar að spá í hvað við gerum eftir 3 des :)

8 vikna mælingin fór fram á miðvikudaginn og fær maður þá að sjá árangurinn svart á hvítu sem er svo yndislegt en hér koma tölur frá byrjun.

Viktin stóð í stað enda er ég enn hoppandi glöð með mín -10 kíló :) bíðiði aðeins meðan ég tek dansinn......... hehe ;) 14 cm farmir af mittinu, 9 cm af mjöðmunum 3.5 cm af lærunum, 3 cm af upphandlegg og rúsínan í pylsu endanum er að fituprósentan hefur lækkað um 7% hversu geðveikt er það :)

Það hafa margir verið að spyrjast fyrir um matarprógragrammið hjá okkur og skal gefa smá innsýn inní dag hjá Dagmar. Ég set inn nokkrar uppástungur fyrir hvern dag og ég borða alltaf á 2-3 klukkutíma fresti sem er mjög mikilvægt til að halda öllu gangandi og svo að maður verði ekki og of svangur sem er aldrei gott því þá missir maður sig svolítið.

Morgunmatur: Ég byrja daginn á vítamínunum og hjálpahellunum sem eru Spirulina, c vítamín, D vítamín, Astazan og ómissandi CC flax og allt þetta er frá Lifestream svo er það,

Hafragrautur með hveitikími/ múslí með undarennu (bara passa sig að borða ekki of mikið)/ haframöl ósoðið með undarennu (finnst stundum ekki gott að borða heitt á morgnana)

Millimál: 15 möndlur/ hrökkbrauð með 11% osti/ litil tortilla með smá spínati gúrku og tómat

Hádegi: 50gr kjúklingur í tortillu með hellings af grænmeti með og tómatsafi / Laxabiti með bankabyggi og salati/ bollasúpa (úr hollustubúðunum) og fittness brauðsneið með osti.

Millimál: sama og fyrir ofan

Kvöldmatur: Grilluð kjúklingabringa um 100gr með sætri kartöflu og sallati/ mexico súpa 1 og hálfur bolli/ kjúklingasallat og endilega go wild með innihaldið mæli með að fara á Krúsku og smakka Súper salatið þar maður verður húkkt á þessum stað og fær fullt af góðum hugmyndum :)

Svo er alveg rosa gott ef maður vill grennast að sleppa nammidögunum/helgunum, það er rosa svekkjandi að vera duglegur alla vikuna og og sleppa sér svo alveg um helgar og eiginlega byrja uppá nýtt á mánudegi.

Vonandi hefur þetta eithvað hjálpað :)

Mér líður svo rosalega vel eftir þessar 9 vikur og er ekkert rosalega stressuð yfir því að þetta sé að verða búið VEIT að ég mun halda áfram en á eftir að sakna félagsskapsins mikið en held samt að við eigum eithvað eftir að hittast af og til :) kannski bara á Krúsku.

Gleðin er ekkert lítil hjá mér þessa dagana og hún poppar upp þegar ég á minnst á henni von eins og td í Smáralindinni á Laugardaginn þegar undirituð hélt á XL buxum og L buxum og var að spá í hvorum þeirra ég ætti að máta.. ég ss tók Large inní klefan og þær voru bara aðeins of þægilegar þannig að ég bað ungu konuma í mátunarklefanum sækja þær fyrir mig MEDIUM (var viss um að hún myndi hlægja að mér) en viti menn þær PÖSSUÐU bíðiði aðeins aftur.... aha óje aha óje ;) smá montrassa dans aftur, ég er bara svo glöð.

Ég hljóma örugglega eins og alki en ég er gjörsamlega að springa úr spennu yfir því að eftir 3 vikur er ég að fara fá mér í glas og að fara á djammið btw í MEDIUM buxunum mínum hehe. Held að það sé meira svona hvít/rauðvíns sötrara félagsskapurinn sem ég sakna af því að ég nenni ekki að fara og hitta þessar yndislegu vinkonur mínar þegar þær eru í þessum gír aþþí ég verð svo abbó hehe en eitt er víst að ég mun drattast í ræktina fyrir og eftir sukk sama hvað :)

Kv Dagmar xxx


Mjóna Montrass ;)

Váááááááá það var næstum liði yfir mig 2 í kvöld, bæði í tíman hjá Önnu sem var yndislega erfiður og ég gleymdi skónum heima og það var svolítið spes að vera á sokkaleistunum.

Hitt skiptið var þegar ég steig á viktina, ég er búin að vera rosa dugleg þessar 7 vikur, sé og finn mikinn mun á mér en verð samt hissa þegar viktin sýnir lægri tölur í hverri viku :)

ííííííííí ég er að springa úr hamingju með þetta :) það eru ss 10 kíló farin af mér, og...... ég var að brenna aðeins meira í kvöld eftir fáránlegasta happy dans EVER aha ójé aha ójé hahaha :)

Ég hef haldið mig við 1500 hitaeiningar á dag fæ mér alltaf eithvað á 2-3 tíma fresti , ég borða mikið af kjúlla og tortillur eru góðar sama hverju þeim er rúllað upp með ;)

Um helgina gerði ég salatið sem Valentína á Krúsku gerði og Marta póstaði á Smartlandi og Mmmmmm þetta er svo sjúklega gott :)

Þið verðið að prófa :)

http://mbl.is/smartland/heilsa/2011/10/27/budu_til_superhollt_salat_og_taktu_med_i_vinnuna/?utm_source=dlvr.it&utm_medium=facebook

Takk í bili

kv Mrs Thin hehe eða svona næstum því :)

xxx


Hálfnuð :)

6 vikur eru búnar af 12 sem þýðir að við erum hálfnaðar ekkert smá fljótt að líða og líðan er alveg meiriháttar. Ég hefði aldrei trúað því ef eithver hefði sagt við mig prófaðu að æfa 4-5 sinnum í viku, borðaðu holt og það 5 sinnum á dag og þú munt sjá svaka breytingu eftir 6 vikur RIGHT en hér er ég, búin að prófa það og ÞAÐ VIRKAR.

Eftir þessar 6 vikur er ég búin að missa 8 kíló og bæta mig á svo marga vegu :)

Þröngu fötin mín eru loksins orðin þægileg en brókin orðin allt of stór,  fjúkket :) ég er farin að draga ýmislegt fram úr skápnum sem ekki hefur passað lengi en held samt að Geir þurfi að fara með mig í shopping spree þegar þessu líkur er þaggi :) hehe

Ég er strax byrjuð að spá hvað ég eigi að gera eftir 6 vikur því að ég vil að sjálfsögðu halda áfram og ég veit þetta hljómar ekki eins og words that are coming out of my mouth en.... þetta er algjör lífstílsbreyting hjá mér ég ætla aldrei aftur í sama farið og hlakka til að takast á við þeta sjálf ég er miklu sterkari en ég hélt.

Takk í bili er á leiðinni á útiæfingu með Önnu Eiríks og stelpunum brrrrrr

Kv Dagmar


Road Runner bíb bíb :)

Ekki mjög leiðinlegur dagur í dag :) við Fab 5 fengum að gjöf Easytone fatnað og TrainTone skó frá Reebok ekkert smá mikið flott, rosa þægileg föt og skórnir skemmtilega öðruvísi. Eins og það eitt hefði ekki dugað til að halda mér góðri í marga daga þá fór ég í ræktina nottla svaka skutla í nýjum fötum og bætti tíman minn í 5k hlaupinu sem þýðir að síðan ég byrjaði að rölta kvartandi í gegnum þetta fyrir 5 vikum þá er ég búin að bæta tímann minn um 9 mínútur omg það er svo gaman að vera ég í dag :)

Ég veit að Stjörnuþjálfunin og það að gera þetta svona fyrir allra augum hefur hjálpað mér helling ég ætla aldrei inní spéhræðsluskápinn aftur ónei :)

Sjálfstraustið og viljinn til að gera kröfur á sjálfa mig líkamlega er alveg málið, elsketta :) (og maðurinn minn líka) hehe ;)

 Takk fyrir að fylgast með mér people ;)

 

Kv Mrs Thin 2 Be aka Dagmar


Adios cm :) ykkar verður EKKI saknað :)

Jaja fyrsta mæling búin og ég er ekkert smá glöð með þetta ok hér kemur þetta ss 10 cm farnir á mittinu, 7cm farnir á mjöðmunum, 2cm á lærunum og 1 1/2 á upphandleggjunum og 5.3 kíló Jeiiiiiiii. Þetta er búið að vera erfitt en svo þess virði og þetta er bara eftir 4 vikur :) hvenrnig verð ég íííííííí be afraid be very afraid fitness gellur hehe. Núna er tæpar átta vikur eftir og ég sé fram á það að eiga engin föt þá sem passa SEM ER FRÁBÆRT :)

Ég hef talað áður um vítamínin sem ég er að taka frá Lifestream og ég er alveg handviss um að þau eru að hjálpa mér alveg heilan helling eins og CC Flax sem er úr muldum hörfræjum og trönuberjafræjum. Þetta gerir helling eins og að hjálpa til við vökva og fitusöfnum HALLÓ hver vill ekki svoleiðis hjálahellu sem er líka 100% lífrænt. Allavega á meðan mér gengur svona vel verður þetta partur af programmet :)

Núna eru föstudagar ekki lengur uppáhalds heldur hafa mánudagarnir tekið við, þá anda ég léttar og fynnst auðveldara að borða minna og fara í ræktina, vera í rútínu sem heldur manni við efnið.
Ég er alveg viss um að þegar þessum vikum í stjörnuformi líkur mun ég vera rosa dugleg og alveg pottþétt halda áfram í Hreyfingu er alveg að elska hvað allir eru næs þarna :)

Ég hlakka samt alveg agalega til að fá mér eithvað hrykalega sveitt að borða og fá mér STÓRAN bjór Mmmmm (lofa samt að fara í ræktina fyrir og eftir Anna) :)

Var í spinning áðan hjá henni Vöku og er bara farin að fíla hjólið soldið núna fór ekki tröppurnar í dag sem er held ég 9 hæðir, því að hnén á mér eru eithvað pínu sorgleg þessa dagana en rófubeinið er alveg að lagast hehe.

Á fimmtudögum förum við stelpurnar alltaf á Krúsku eftir æfingu og ég hlakka til alla vikuna því maturinn er alveg guðdómlegur, bara það að fá sér salat er engu líkt þvílík veisla á disknum og súpurnar sjúklegar. Staðurinn er á Suðurlandsbraut 12 og ég mæli 100% með honum.

P.s Ég er glöð og ég er kát því Geir er komin heim, hvernig er ekki hægt að vera glöð með lífið þessa dagana.

Frú Hamingja hefur hent Frú Fílu út af lóðinni og vonandi lætur hún ekki sjá sig í bráð :)

Kv Dagmar xx


Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.

Laugardagur.... og mig langar í ALLT mér fynnst vikan búin að vera erfið, Geir (maðurinn minn) er í vinnunni búin að vera í tæpar 2 vikur í burtu undir venjulegum kringumstæðum væri ég að að verðlauna mig eftir 6 daga vinnuviku plús ræktin með RISA stóru rauðvinsglasi og rosa góðum mat og mikið af honum :) en ekki núna og mér fynnst það ekkert gaman :(

Ég verð ofsa glöð á morgun og það sem Anna sagði í morgun um að verðlauna sig með eithverju öðru en mat endurtek ég fyrir sjálfa mig aftur og aftur, AFHVERJU FÓR ÉG EKKI Í SPA???

Ohh ég er svo mikill fúlimúli í dag kannski ekki skrítið þar sem dagurinn byrjaði á því að ég datt all svakalega á rassinn í dag hlaupandi á bílastæðinu í Hreyfingu, útaf því að ég var að verða sein (eins og alltaf) og ég finn svo mikið til í rófubeininu jaja á ég að hringja sjálf á vælibílinn eða kemur hann bara sjálfur.

Stundum verður maður bara að fá að kvarta aðeins, morgundagurinn verður góður ég veit það :) þá verður Frú Fíla búin að sofa vel og bara nokkrir dagar í að við verðum mældar aftur að það verður gaman að sjá hversu margir cm hafa farið að heimann :)

Anyway mér líður betur hehe fínt að geta hripað niður tilfinningar sínar :)

Kv Dagmar  


kíló smíló ;)

4 vika hafin og hún byrjar svona líka yndislega vel :) það rignir uppí nefið á sumum ss mér hehe 5 KÍLÓ farin og fá ALDREI að koma aftur.Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að það hægist örugglega á þessu hjá mér með tímanum en nú er bara markmiðið að láta það ekki gerast :)

Það verður alltaf auðveldara og auðveldara að horfa framhjá freistingunum og maginn er orðin minni, sjálfstjórn veitir manni þvílíka vímu, afhverju vissi ég þetta ekki miklu fyrr :) hverjir hafa ekki látið undan sjálfum sér og farið á Kfc og svo liðið ömurlega eftir á það hef ég gert milljón sinnum.

Það að fara sofa vitandi að maður er búin að gera sitt besta og finna munin er best í heimi. það sem ég byrjaði líka að gera núna í þessu átaki var að byrja taka inn vítamín og mér líður mun betur ég er ss að taka inn meðal annars Spirulina og Astazan frá Lifestream og það er alveg mergjað hvað ég finn strax að vöðvarnir eru fljótari að jafna sig og orkan er meiri mæli eindregið með þessu :)

Ég er glöð með lífið og nýja lífstílinn minn og ykkur er velkomið að sparka í mig ef ég mun ekki halda áfram eftir þessar 9 vikur sem eru eftir. Kv Mrs Thin 2 be aka Frú Glöð aka Dagmar xxx


Næsta síða »

Um bloggið

Dagmar Ásmundsdóttir

Höfundur

Dagmar Ásmundsdóttir
Dagmar Ásmundsdóttir
31 árs, gift, 3ja barna móðir með línurnar í ólagi en fékk ásamt 4 öðrum svakalegt tækifæri að koma þeim í lag :) og ætla að gera það með tormpi :) er rosa spennt en líka ofsa hrædd. kv Mrs thin 2 be aka Dagmar :)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband