Líkaminn er glaður :)

Núna er vika eftir í stjörnuþjálfuninni og er ég orðin mjög spennt að taka við stjórninni Ég GET ÞETTA, ÉG HEF VALIÐ :) núna er bara að velja rétt :)

Á Fimmtudaginn bauð Bláa Lónið okkur í dekur og vááááá það var meira en ég hefði getað ýmindað mér, aðstaðan, umhverfið og þjónustan allt fyrsta flokks. Þegar við komum var okkur vísað i Betri stofuna þar sem við fengum stóran einkabúningsklefa, ég skellti mér í sturtu, fór í sundbolinn, sloppinn og inniskóna sem okkur var lánað og svo lá leiðin niður og þar biðu okkar þvílíkar veitingar sushi, ostar, súkkulaði, hvítvín og gleðin leyndi sér ekki á andlitunum á okkur hehe

Snyrtifræðingur hjá Blue Lagoon spa húðgreindi okkur og eftir það lá leiðin út í lón þar sem nuddarar biðu okkar, ég hef farið í nudd áður en aldrei í neitt líkt þessu. Það var byrjað á að kísilskrúbba allan líkamann á bekk svo var ég dregin ofaní og nuddið byrjaði, þetta er eins og að vera nuddaður á meðan maður liggir á skýi í paradís :) DÝRÐLEGT.

Eftir nuddið svifum við inn aftur þar sem við gæddum okkur á kræsingunum, það er alveg hrykalega góð tilfinning að sitja afslöppuð með góðum félagsskap við arineld í slopp að ræða daginn og veginn :)

Inni í Betri Stofunni er lón sem við fórum ofaní okkur var síðan gefin andlitsskrúbb og maski sem við settum á okkur, andlitið á mér hefur sjaldan verið jafn slétt og fínt.

Eftir 4 tíma dvöl í paradís þegar við skvísurnar vorum búnar að baða okkur aftur og nýta okkur body lotion og andlitskrem frá Blue Lagoon sem eru inní klefanum, sáttar á líkama og sál :) þá vorum við leystar út með fullan poka af Blue Lagoon vörum jeiiii jólin komu snemma í ár og ef þið eruð ekki nú þegar búnar eða búnir að prófa þá mæli ég með þessum vörum alveg frábærar.

Ég ætla að potþétt ekki að láta líða langan tíma þar til ég fer aftur í Bláa Lónið hver er memm ??

Kv Hin ofur hamingjusama aka Dagmar 

xx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagmar Ásmundsdóttir

Höfundur

Dagmar Ásmundsdóttir
Dagmar Ásmundsdóttir
31 árs, gift, 3ja barna móðir með línurnar í ólagi en fékk ásamt 4 öðrum svakalegt tækifæri að koma þeim í lag :) og ætla að gera það með tormpi :) er rosa spennt en líka ofsa hrædd. kv Mrs thin 2 be aka Dagmar :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband