Hálfnuð :)

6 vikur eru búnar af 12 sem þýðir að við erum hálfnaðar ekkert smá fljótt að líða og líðan er alveg meiriháttar. Ég hefði aldrei trúað því ef eithver hefði sagt við mig prófaðu að æfa 4-5 sinnum í viku, borðaðu holt og það 5 sinnum á dag og þú munt sjá svaka breytingu eftir 6 vikur RIGHT en hér er ég, búin að prófa það og ÞAÐ VIRKAR.

Eftir þessar 6 vikur er ég búin að missa 8 kíló og bæta mig á svo marga vegu :)

Þröngu fötin mín eru loksins orðin þægileg en brókin orðin allt of stór,  fjúkket :) ég er farin að draga ýmislegt fram úr skápnum sem ekki hefur passað lengi en held samt að Geir þurfi að fara með mig í shopping spree þegar þessu líkur er þaggi :) hehe

Ég er strax byrjuð að spá hvað ég eigi að gera eftir 6 vikur því að ég vil að sjálfsögðu halda áfram og ég veit þetta hljómar ekki eins og words that are coming out of my mouth en.... þetta er algjör lífstílsbreyting hjá mér ég ætla aldrei aftur í sama farið og hlakka til að takast á við þeta sjálf ég er miklu sterkari en ég hélt.

Takk í bili er á leiðinni á útiæfingu með Önnu Eiríks og stelpunum brrrrrr

Kv Dagmar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo rosalega dugleg og lítur alveg svakalega vel út :)

En útiæfing í þessum kulda brrrrrrrr...

Sæunn (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 10:25

2 identicon

Segi það sama... ALGJÖR HETJA... en ég fékkst varla undan sænginni í morgun, hvað þá að ég fengist á útiæfingu... DUGLEGA STELPA :)

Ása (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 10:34

3 Smámynd: Sólbjörg

Vá þú ert æði Dagmar og frábær fyrirmynd - ég ætla að fara að þínum ráðum og kaupa mér CC flax þetta ofurduft sem þú ert á, því ég er í baráttu að passa að aukakílóin laumist ekki á mig.

Til hamingju og njóttu þess að hafa fengið "nýjan" líkama.

Sólbjörg, 26.10.2011 kl. 13:14

4 identicon

rosalega ertu dugleg, ég væri alveg til í að vita hvað þú ertu að borða yfir daginn ef þú vilt gefa það upp ;) en hvernig tekuru cc flax(á morgnanna? með hverju blandaru það)

Gangi þér rosa vel

rósa (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 19:24

5 identicon

Jiiii hvað það er gaman að lesa þetta blogg... :) til hamingju elsku systir.... gæti ég ekki sagt.... could have told u so... :) eða væri ekki betra að SAMGLEÐJAST þér í tætlur og stíga tryllingsdans... þér til samneitis... hérna heima með blast í eyrunum :) þakka forsjóninni og alheiminum fyrir að hugsa svona vel um þig :) kv HKD

Hanna Kristín Didriksen (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 06:37

6 identicon

Takk fyrir elsku Sæunn og Ása :) gæti þetta ekki án ykkar :) love u :)

Sólbjörg takk fyrir allan stuðningin hann er mér mikils virði :) og já farðu endilega að kaupa þér cc flax það er æði :)

Rósa Takk fyrir stuðninginn :) cc flax tek ég á morgnana 1 fulla teskeið sem má setja útí hvað sem er eiginlega :) gott að setja það í sjeikinn og svo stundum set ég bara duftið beint í munninn og skola því niður :) þetta hjálpar alveg helling :) og með mataræðið þá er ég að borða ca 1500 hitaeiningar á dag og ég er að borða mikið af kjúkling og fisk :) snilld að fá sér tortillur með salati smá léttri sósu og ca 50gr af kjúlla eða grillaðan lax með bankabyggi og salati og í millimál fynnst mér möst að fá mér möndlur eða græna bombu :) það sem mér fynnst mikilvægast og er brýnt fyrir okkur stelpunum er að borða aldrei sjaldnar en 5 sinnum á dag og 2-3 tíma fresti og þá er líkaminn sífellt að vinna með þér :) gangi þér vel og mig hlakkar til að heyra hvernig gengur.

Hanna takk æðislega fyrir já það hefðu margir geta sagt I told u so en maður verður víst að fynna sig sjálfur í þessu og ég held að ég heyri taktinn í tryllings samgleðju dansinum hingað hehe xxx

Dagmar (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 23:17

7 identicon

Ég sé þig blómstra og verða flottari með degi hverjum, go girl

Bjarma Didriksen (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagmar Ásmundsdóttir

Höfundur

Dagmar Ásmundsdóttir
Dagmar Ásmundsdóttir
31 árs, gift, 3ja barna móðir með línurnar í ólagi en fékk ásamt 4 öðrum svakalegt tækifæri að koma þeim í lag :) og ætla að gera það með tormpi :) er rosa spennt en líka ofsa hrædd. kv Mrs thin 2 be aka Dagmar :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband