13.11.2011 | 00:29
Er fituminni :)
Nú eru 9 vikur búnar og mér hefur gengið alveg svakalega vel, tíminn er búinn að fljúga áfram og erum við stelpurnar allar farnar að spá í hvað við gerum eftir 3 des :)
8 vikna mælingin fór fram á miðvikudaginn og fær maður þá að sjá árangurinn svart á hvítu sem er svo yndislegt en hér koma tölur frá byrjun.
Viktin stóð í stað enda er ég enn hoppandi glöð með mín -10 kíló :) bíðiði aðeins meðan ég tek dansinn......... hehe ;) 14 cm farmir af mittinu, 9 cm af mjöðmunum 3.5 cm af lærunum, 3 cm af upphandlegg og rúsínan í pylsu endanum er að fituprósentan hefur lækkað um 7% hversu geðveikt er það :)
Það hafa margir verið að spyrjast fyrir um matarprógragrammið hjá okkur og skal gefa smá innsýn inní dag hjá Dagmar. Ég set inn nokkrar uppástungur fyrir hvern dag og ég borða alltaf á 2-3 klukkutíma fresti sem er mjög mikilvægt til að halda öllu gangandi og svo að maður verði ekki og of svangur sem er aldrei gott því þá missir maður sig svolítið.
Morgunmatur: Ég byrja daginn á vítamínunum og hjálpahellunum sem eru Spirulina, c vítamín, D vítamín, Astazan og ómissandi CC flax og allt þetta er frá Lifestream svo er það,
Hafragrautur með hveitikími/ múslí með undarennu (bara passa sig að borða ekki of mikið)/ haframöl ósoðið með undarennu (finnst stundum ekki gott að borða heitt á morgnana)
Millimál: 15 möndlur/ hrökkbrauð með 11% osti/ litil tortilla með smá spínati gúrku og tómat
Hádegi: 50gr kjúklingur í tortillu með hellings af grænmeti með og tómatsafi / Laxabiti með bankabyggi og salati/ bollasúpa (úr hollustubúðunum) og fittness brauðsneið með osti.
Millimál: sama og fyrir ofan
Kvöldmatur: Grilluð kjúklingabringa um 100gr með sætri kartöflu og sallati/ mexico súpa 1 og hálfur bolli/ kjúklingasallat og endilega go wild með innihaldið mæli með að fara á Krúsku og smakka Súper salatið þar maður verður húkkt á þessum stað og fær fullt af góðum hugmyndum :)
Svo er alveg rosa gott ef maður vill grennast að sleppa nammidögunum/helgunum, það er rosa svekkjandi að vera duglegur alla vikuna og og sleppa sér svo alveg um helgar og eiginlega byrja uppá nýtt á mánudegi.
Vonandi hefur þetta eithvað hjálpað :)
Mér líður svo rosalega vel eftir þessar 9 vikur og er ekkert rosalega stressuð yfir því að þetta sé að verða búið VEIT að ég mun halda áfram en á eftir að sakna félagsskapsins mikið en held samt að við eigum eithvað eftir að hittast af og til :) kannski bara á Krúsku.
Gleðin er ekkert lítil hjá mér þessa dagana og hún poppar upp þegar ég á minnst á henni von eins og td í Smáralindinni á Laugardaginn þegar undirituð hélt á XL buxum og L buxum og var að spá í hvorum þeirra ég ætti að máta.. ég ss tók Large inní klefan og þær voru bara aðeins of þægilegar þannig að ég bað ungu konuma í mátunarklefanum sækja þær fyrir mig MEDIUM (var viss um að hún myndi hlægja að mér) en viti menn þær PÖSSUÐU bíðiði aðeins aftur.... aha óje aha óje ;) smá montrassa dans aftur, ég er bara svo glöð.
Ég hljóma örugglega eins og alki en ég er gjörsamlega að springa úr spennu yfir því að eftir 3 vikur er ég að fara fá mér í glas og að fara á djammið btw í MEDIUM buxunum mínum hehe. Held að það sé meira svona hvít/rauðvíns sötrara félagsskapurinn sem ég sakna af því að ég nenni ekki að fara og hitta þessar yndislegu vinkonur mínar þegar þær eru í þessum gír aþþí ég verð svo abbó hehe en eitt er víst að ég mun drattast í ræktina fyrir og eftir sukk sama hvað :)
Kv Dagmar xxx
Um bloggið
Dagmar Ásmundsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.