Hristist minna :)

Bíddu bíddu hvað er þetta harða undir fitunni ?? á þetta að vera svona ?? ég sem var farin að halda að það væri bara mjög eðlilegt að hristast vel og lengi eftir eitt stk hopp ;) hahahahaha Ég á langt í land en ég er farin að sjá línur allsstaðar ekkert smá gaman meira að segja á höndunum sem ég er búin að fela svo lengi í síðerma bolum og lærin eru mun betri að horfa á enda leynir gleðin sér ekki á bóndanum :)

Ég er búin að vera svo meðvituð um fitu sem hefur ekki alltaf verið svo mikil en ALLTAF verið hrædd um að ganga í fötum sem mér hefur fundist falleg t.d eru ekki nema ca 2 ár síðan ég fór að ganga í leggings, ég fór frekar í t.d ef ég var að fara eithvað fínt í kjól, síðerma gollu utan yfir að sjálfsögðu og buxur undir af því að ég gat ekki fengið mig til að "bera" mig fyrir öllum :( Mamma og systir mín reyndu sitt besta til að fá mig "úr" en það var hausinn sem þurfti að laga og með líkamsrækt, réttu mataræði og stuðning frá ÖLLUM í kringum mig er ég öll að koma til.

Ég er að rifja upp hversu miklu skemmtilegri öll unglingsárin hefðu verið ef ég hefði ekki verið með svona ranga mynd af sjálfri mér ég fór aldrei í sund með vinum mínum því ekki fór ég í sundbol, ég hugsaði.... er rosa asnalegt ef ég verð bara í víðum bol utan yfir sundbolin :( já það er asnalegt, Fattar það eithver ef ég fer í nylon sokkabuxur innan undir sundbolinn svo að appelsínuhúðin sjáist ekki :( já krakkrnir munu fatta :( VÁ STELPA HÆTTESSU OG DRULLASTU Í SUND er það sem kollurinn hefði átt að segja. Ef það er eithver að lesa og er í sömu sporum og ég var og dett stundum enþá í þá segi ég ekki láta ýmind ykkar á líkama ykkar hefta ykkur það er hundleiðinlegt og alls ekki fara út í eithverjar öfgar til að ná markmiðum ykkar.

Mín uppskrift að mun skemmtilegra lífi er að læra að borða rétt og líkamsækt. Þessar vikur sem ég er búin að vera í þessari LÍFSTÍLSBREYTINGU (já ég sagði það og skal sanna mig að það er það sem ég er að gera) hef ég lært svo margt um mig ég: er sterkari en ég hélt., ég hef mun meiri vilja til að vinna vinnuna sem þarf til að koma mér í gott form og mér fynnst þetta gaman. Ég er hamingjusamari og ég held ég sé betri í skapinu :) ég er meira að segja farin að mæta í stutterma í ræktina og ég er aðeins farin að leyfa bossanum að sjá heiminn en ekki alltaf vera í eithverju síðu yfir, hann er bara ágætur greyið hehe sko mig :) þetta kemur.

Ég hljóma eins og predikari en ég fílaða :) Mana alla að prófa þetta í 12 vikur og sjá hvað gerist.

En jaja verð að fara dreyma meira um hvernig ég ætla að sukka og djamma þann 3ja des

Góða nótt kv Dagmar

xxx 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert flottust!

Sæunn (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 08:59

2 identicon

H A L E L Ú J A!!!

mikið sem ég vildi óska að ég hefði td haft snefil af sjálfsörygginu og viðhorfinu sem ég hef í dag þegar ég var yngri! Afhverju þarf maður alltaf að vera verstur við sjálfan sig? Afhverju hafði maður ekki vit á því að þakka fyrir það sem maður á, horfa í kringum sig (ekki á bíómyndir og glansmyndir í tímaritum,heldur ALVÖRU konur) og sjá að maður er alls ekkert svo slæmur og afhverju fattaði maður aldrei að það er ekki til neitt sem er FULLKOMIÐ! það hafa allir sitt óöryggi.. óh well.. EN frábært hjá þér sæta mín og ppsstt þú amk fékkst mig til að drullast aftur af stað og taka mataræðið í gegn!! og það er að virka BIG TIME!

Linda Björk (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagmar Ásmundsdóttir

Höfundur

Dagmar Ásmundsdóttir
Dagmar Ásmundsdóttir
31 árs, gift, 3ja barna móðir með línurnar í ólagi en fékk ásamt 4 öðrum svakalegt tækifæri að koma þeim í lag :) og ætla að gera það með tormpi :) er rosa spennt en líka ofsa hrædd. kv Mrs thin 2 be aka Dagmar :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband