Er hálfum metri minni ;)

Á menningarnótt/dag var ég heima að gera mig og krakkana klára í bæinn þegar ég ákvað að kíka aðeins í tölvuna og sé svolítið mjög spennandi :) mjög skömmustuleg á svip hripa ég niður nokkur orð um mig og með miklum trega ýti ég á enter.

Þetta er eithvað sem ég mun ALDREI sjá eftir að hafa gert, næsta sem ég veit er að ég fæ póst þar sem mér var sagt að ég hefði verið valin :) ég var ekki einu sinni búin að segja manninum mínum frá þessu. Eftir harða baráttu í Like keppni kvenna sem allar vildu fá tækifæri á að breyta um lífsstíl vorum við 5 sem náðum þeim flestum :) ég var stödd á YoYo ís búin að gúffa í mig helling þegar Marta María hringdi í mig og maginn á mér snérist við og mikill kvíði tók við.

Það er ekkert grín að taka sjálfan sig í gegn og þurfa virkilega að horfast í augu við það að vera í ofsa lélegu líkalmlegu formi og hvað þá að land og þjóð geti fylgst með líka. Ég er búin að öðlast svo mikið sjálfstraust á þessum 12 vikum og þá er ég ekki að tala um þannig að mér fynnist ég vera orðin svakalegur kroppur því að eftir að hafa þyngst MIKIÐ allar 3 meðgöngurnar og slitnað í tætlur plús einn keisari þá er maginn á mér í drasli, mjúkur og krumpaður en orðin pínu harðari innan undir núna hehe Þá held ég að orðið sem ég leita eftir sé kannski ekki bara sjálfstraust heldur líka sjálfsvirðing. Ég virði örin, fellingarnar, slitin og appelsínuhúðina því líkamin minn hefur gengið í gegnum ýmislegt og afhverju ætti ég ekki að ganga um stolt :)

Ég á ofsa mikið góðann mann, 3 yndisleg börn sem elska mig sama hvað, afhverju ætti ég ekki að elska mig líka og þegar maður gerir sitt besta í því sem maður tekur sé fyrir hendur þá verður maður sjálfkrafa mun hamingjusamari.

Mér gekk ofsalega vel strax í Stjörnuþjálfun kílóin hrundu, fór að fynna fyrir vöðvum og er farin að hlaupa aðeins, ekki mitt uppáhalds en veit að ég get það núna. Ég sé munin á mér og fólk sér munin og á blaði er munurinn alveg svakalegur :)

Samtals frá upphafi er ég búin að missa 15 kíló, fituprósentan hefur lækkað um 11% og 48cm farnir HVERSU GEÐVEIKT ER ÞAÐ næstum því hálfur meter farinn hahaha elsketta ;)

Afþví að ég er svo glöð með þetta og hef ekkert til að skammast mín fyrir þá ætla ég bara að skella inn öllum tölum frá byrjun so here it is: vika 1/ vika 4/ vika 8 / vika 12 :)

Þyngd : 86,7 / 81,4 / 76,6 / 71,7   Fituprósenta:32,1%/ 28,2%/25,1%/21,5%  Ummál Nafli:102cm/ 92cm/88cm/82cm Mjaðmir 112cm/105cm/103cm/95cm:  Læri:59cm/57cm/55,5cm/52cm Upphandleggur: 32cm/30,5cm/29cm/28cm

Sko mig þetta gat ég :) 

Ekki skemmdi svo fyrir þegar við stelpurnar fengum make over hjá Baldri á Kompaníinu eftir smá pælingu hjá þessum snilling reif hann upp rakvélina með mínu samþykki að sjálfsögðu og rakaði mest allt hárið af mér og skildi eftir töffarann sem ég var einu sinni og fagnaði mjög að fá aftur.

Ég ætla að halda áfram :) er búin að kaupa mér áskrift í Hreyfingu og ætla líka að skrá mig á annað Stjörnuþjálfunar námskeið í Janúar hjá henni Önnu Eiríks :) ég elska Önnu án hennar hefði ég ekki náð svona miklum árangri og betri kennara hef ég aldrei kynnst :) Takk fyrir mig Anna.

Marta María þú ert algjör engill, engill í fallegum fötum hehe takk fyrir að vera til og hafa valið mig í þetta ferðalag og eins og við stelpurnar vorum að tala um þá hljómar þetta mega væmið en þú hefur bjargað okkur öllum :) Love u honey og takk fyrir mig.

Uss uss míns er að verða meir, trúi ekki að þetta sé búið ég er strax farin að sakna þessa að hitta stelpurnar mínar og hvað?? á ég bara að fara borða heima hjá mér á fimmtudögum :)

Ég ætlaði að máta brúðarkjólinn minn þegar þessu myndi ljúka og athuga hvort að ég passi ekki alveg örugglega í hann en hann er búin að vera inní skáp heima hjá tengdó í rúm 6 ár en nú er hans tími komin hehe ég pósta mynd þegar ég læt verða að því að sækja hann. En verðmiðin hefur verið rifinn úr kápunni sem keypt var í Zara fyrir 5 árum og fór ég í henni út að borða á föstudaginn :) fílaði mig í tætlur.

Takk fyrir að hafa lesið bloggið mitt á meðan þessu stóð það hefur verið gaman að fá comment hér og kannski hef ég hjálpað eithverjum að byrja :) Aldrei að vita hvort ég haldi áfram þessu ef ég hef eithvað spennó að segja og eithver nennir að lesa :)

bless í bili kv

MRS THIN aka Dagmar

xxx 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Váááááá Dagmar, ég er orðlaus!!! Og eins og þú veist þá gerist það ekki oft...

Mikið er ég stolt af þér, frábær árangur. Eitt sem ég vil samt benda þér á, þú þakkar öllum NEMA SJÁLFRI ÞÉR! ÞÚ gerðir þetta og ÞÚ gast þetta!

Þú ert án efa fyrirmyndin mín, nú verð ég að fara að sparka í rassinn á mér :)

Guðný Drífa (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 20:56

2 identicon

Þvílíkur árangur elsku Dagmar! ánægð að heyra hvað þú stolt af þínum líkama:)

Ótrúlega mikið til hamingju :*

Sigún Eyþórs (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 22:52

3 identicon

vááááá... þvílík lesning ég er með tár í augunum yfir þessu öllu saman og finn hvernig þetta hefur styrkt þig og glatt :) að vera í sínu besta formi er í fyrstu forréttindi svo verður þetta að yndislegri tilfinningu sem aldrei fer... dag eftir dag:) og það bíður þín að upplifa það :) og svo margt annað sem kemur í kjölfarið þegar þú setur þig sjálfa í sæti nr.1 :) innilega til hamingju með árangurinn, vinnuna, gleðina,formið ný uppgötvuðu getuna til þess að ná frábærum árnangri á fleirum sviðum, hamingjuna og síðast en ekki síst að passa í öll fallegu fötin í réttum stærðum:) ég samgleðst þér innilega... knús og koss Hanna K.

Hanna Kristín Didriksen (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 22:59

4 identicon

En flott hjá þér, Dagmar ! Innilega til hamingju :)

Thórdís Helga Snæland (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:03

5 identicon

Til hamingju með árangurinn Dagmar mín og mikið er gotta að lesa hvað þú talar fallega um þig, þú ert þetta allt og svo miklu meira. Kveðja og gangi þér vel Guja

guja (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:09

6 identicon

Frábær árangur Dagmar! Það er mjög hvetjandi að fylgjast með þessu því maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að taka sig svona í gegn, 6 sinnum í viku í ræktina! og ég tala ekki um allar breytingarnar í mataræði sem þú hefur örugglega þurft að gera.

Svo finnst mér umfram allt frábært að heyra að þú metir þig öðruvísi og segi halleluja við því að maður eigi að vera stoltur af líkama sínum og þeim breytingum sem hann hefur tekið eftir barnsburð:)

 Kveðja, Regína

Regína (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 12:11

7 identicon

Vá þú ert algjör hetja !! Rosalega flottur árangur hjá þér og maður sér á þínum orðum hvað þú ert hrikalega stolt af þér sem þú mátt svo sannarlega vera. Ég þekki þig ekki neitt en ég bara verð að segja að þú ert algjör hvattning og þú gerðir þetta líka af svo mikilli hreinskilni og yfirvegun.

Gangi þér rosalega vel í þvi sem þú tekur þér fyrir hendur núna þú átt eftir að massa það :)

 Kær kveðja Hildigunnur

Hildigunnur (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagmar Ásmundsdóttir

Höfundur

Dagmar Ásmundsdóttir
Dagmar Ásmundsdóttir
31 árs, gift, 3ja barna móðir með línurnar í ólagi en fékk ásamt 4 öðrum svakalegt tækifæri að koma þeim í lag :) og ætla að gera það með tormpi :) er rosa spennt en líka ofsa hrædd. kv Mrs thin 2 be aka Dagmar :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband